Séropnun fyrir hópa

Maí býður upp á séropnanir fyrir saumaklúbba, vinahópa og vinnufélaga. Tekið er á móti hópnum utan opnunartíma þar sem Ragnhildur eigandi Maí tekur á móti hópnum og kynnir verslunina og fjölbreytt vöruúrval. Allir fá tækifæri á að versla á sérkjörum og fá persónulega ráðgjöf.

Við bjóðum upp á freyðivín og markmiðið er að eiga notalega og skemmtilega stund í góðum félagsskap.

 

Staðsetning: Garðatorg 6

Fjöldi: 6 eða fleiri

Lengd: Um 1 klukkustund

 

Hafðu samband á mai@mai.is

Við tökum vel á móti ykkur!

Ragnhildur Guðmundsdóttir

 

Ragnhildur Guðmundsdóttir

Eigandi Maí