Face Tan + Pink Himalayan

Face Tan + Pink Himalayan

Fullt verð
Uppselt
Tilboð
10.490 kr

,,Face Tan Water er ein af þeim snyrtivörum sem ég á alltaf til og ekki skemmir það fyrir að varan sé náttúruleg og vegan. Ég set smá af vörunni í bómul og nudda yfir alveg hreina húðina. Stundum fer ég jafnvel tvær umferðir til að fá meiri lit. Þetta gefur andlitinu jafnan og náttúrulegan lit og stíflar ekki húðholur. Ég nota vöruna 2-3 kvöld í viku.”

Þórunn Ívars

thorunnivars.is

 

Tvær vinsælar vörur frá Eco By Sonya saman í pakka.

Face Tan Water gefur þér fallegan lit, dregur úr öldrun húðarinnar, minnkar líkurnar á bólum, er bæði róandi og græðandi og hentar öllum húðtýpum. Andlitsvatnið gefur húðinni raka, stíflar ekki svitaholur og er mjög auðvelt í notkun. Best er að setja nokkra dropa í bómull á þurra og hreina húðina til dæmis fyrir svefninn.

Engin önnur vara á markaðnum jafnast á við Face Tan Water. Þessi einstaka vara er sú nýjasta frá Eco By Sonya og er tilnefnd til fjölda verðlauna og ekki að ástæðulausu. 100% náttúruleg og lífræn eins og aðrar vörur frá Eco By Sonya.

Þú byggir upp fallega brúnku sem fær andlitið til að ljóma. Eftir aðeins 2 daga er kominn ‘brons’ tónn á andlitiið sem er mjög fallegur og eðlilegur.

Face Tan Water er 100% náttúrulegt og lífrænt og fékk gullstjörnu Nýs Lífs 2016.

Pink Himalayan Salt Scrub er fullkomin fyrir þær sem vilja extra mjúka og fallega húð. Blanda af lemongrass, kókosolíu og macadamia olíu nærir og hreinsar húðina.Vinnur á appelsínuhúð, húðsliti, þurri húð og er hægt að nota bæði á líkama og andlit.

Fyrir besta virkni, berið á húðina og nuddið vel fyrir sturtu eða bað.

Himalayan Salt Scrub virkar einnig vel til að hreinsa brúnku eða til að undirbúa húðina áður en Invisible Tan er notað.