Skinboss tvenna

Skinboss tvenna

Fullt verð
Uppselt
Tilboð
7.490 kr

Skinboss settið inniheldur Skinboss kaffiskrúbb og Skinboss baðsalt. Tvær frábærar vörur sem dekra við húðina.

ÞAÐ SEM ÞÚ UPPLIFIR EFTIR AÐEINS 1 STURTU MEÐ KAFFISKRÚBBNUM

Mýkri, sléttari húð sem er búin að drekka í sig nærandi olíur og andoxunarefni. Olían sem hjúpar kroppin frá toppi til táar heldur áfram að stinna, vatnslosa, verja gegn kulda, þurrk og næra þig löngu eftir sturtuna. Það þarf ekki að nota líkamskrem eftir skrúbbinn.

ÞAÐ SEM ÞÚ UPPLIFIR EFTIR 4 VIKUR AF REGLUBUNDINNI NOTKUN 3-5 SINNUM Í VIKU

Sléttari og stinnari húð með minni bjúg, appelsínuhúð og slitum. Kroppurinn ljómar af heilbrigði þar sem blóðflæði til háræðanna hefur verið styrkt, myndun kollagens örvað, sogæðakerfið örvað og nærandi filma fengið að vernda húðina gegn þurrk og kulda.

Kaffiskrúbburinn frá Skinboss er ein af mínum uppáhalds vörum í búðinni. Kaffiskrúbinn nota ég í hverri viku og finn ég hvað húðin verður endurnærð eftir hann. Rakinn úr olíunum í skrúbbnum helst á líkamanum og þarf ég nánast ekki að bera á mig body lotion eftir að hafa notað hann. Ég finn hvað skrúbburinn hjálpar til við að lýsa upp ör og slit og lætur húðina ljóma. Kaffiskrúbbinn finnst mér gott að skella framan í mig ef andlitið er þrútið og þreytt en einnig nota ég hann alltaf áður en ég ber á mig brúnkukrem.

Heiður Ósk,

heidur@mai.is