Um Okkur 2018-02-17T15:58:13+00:00

Ragnhildur Guðmundsóttir, eigandi

Ég stofnaði Maí með það að leiðarljósi að starfsfólk og viðskiptavinir upplifi jákvæðni, hlýju og uppbyggilegt andrúmsloft. Persónuleg og góð þjónusta er mitt hjartans mál og legg ég mikið upp úr því að viðskiptavinir séu ánægðir og treysti þeirri ráðgjöf sem við veitum.

Maí hefur fengið frábærar móttökur og er ég þakklát yndislegu starfsfólki okkar og þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem hafa lagt leið sína í búðina.

Bestu kveðjur,

Ragnhildur Guðmundsdóttir,

ragnhildur@mai.is | sími 551 5010

Maí

Við sérhæfum okkur í einstökum húðvörum, fallegum gjöfum og vörum sem gleðja bæði líkama og sál. Við leggjum okkur fram við að veita perónulega og góða þjónustu bæði í verslun okkar á Garðatorgi 6 og í vefverslun.

Verslunin á Garðatorgi er opin mánudaga-föstudaga frá 11-18 og laugardaga frá 12-16.

Vefverslunin er alltaf opin og afgreiðum við pantanir næsta virka dag eftir að pöntun hefur borist.

Heiður Ósk Eggertsdóttir, verslunarstjóri

Traust og heiðarleg samskipti við viðskiptavini okkar skipta mig miklu máli. Ég vil geta miðlað minni reynslu og dæmisögum til viðskiptavina og veita þeim eins góða þjónustu og kostur er á.

Mitt helsta áhugamál eru húð og snyrtivörur og vonast ég til að geta kynnt og kennt fólki á mínar uppáhalds vörur. Við erum opin fyrir nýjungum og nýjum straumum í snyrtivöruheiminum og reynum að fylgja þeim eftir bestu getu.

Bestu kveðjur,

Heiður Ósk Eggertsdóttir,

heidur@mai.is | sími 551 5010