Face Tan + Brúnkufroða

11,500 kr.

Face Tan Water er ein af þeim snyrtivörum sem ég á alltaf til og ekki skemmir það fyrir að varan sé náttúruleg og vegan. Ég set smá af vörunni í bómul og nudda yfir alveg hreina húðina. Stundum fer ég jafnvel tvær umferðir til að fá meiri lit. Þetta gefur andlitinu jafnan og náttúrulegan lit og stíflar ekki húðholur. Ég nota vöruna 2-3 kvöld í viku.

Þórunn Ívars

thorunnivars.is

Ég elska Face Tan vatnið þar sem það hefur gjörbreytt húðinni minni. Ég ber það á þrisvar til fjórum sinnum í viku áður en ég
fer að sofa og slepp kremi það kvöldið. Það litar ekkert og ég get lagst beint á hvítan kodda á eftir. Húðin er frísklegri, sléttari, hreinni, og unglegri eftir að ég byrjaði að nota Face Tan Water.

Cacao Mousse brúnkufroðan er ein af mínum uppáhalds vörum. Ég nota froðuna 2-3x í viku og er mjög ánægð með litinn sem ég fæ.

-Ragnhildur Guðmundsdóttir

ragnhildur@mai.is

In stock

Quantity

Sett með tveimur vinsælustu brúnkuvörunum frá Eco By Sonya:

Face Tan Water er andlitsvatn með uppbyggjandi brúnku.

Engin önnur vara á markaðnum jafnast á við Face Tan Water. Þessi einstaka vara er sú nýjasta frá Eco By Sonya og er tilnefnd til fjölda verðlauna og ekki að ástæðulausu. 100% náttúruleg og lífræn eins og aðrar vörur frá Eco By Sonya.

Þú byggir upp fallega brúnku sem fær andlitið til að ljóma. Eftir aðeins 2 daga er kominn  ‘brons’ tónn á andlitiið sem er mjög fallegur og eðlilegur.

Caco firming mousse er létt brúnkufroða sem hentar bæði á andlit og líkama sem gefur þér fallegan brúnan lit og hjálpar húðinni að líta út fyrir að vera sléttari og með fallegri áferð.  Helstu innihaldsefni eru lífrænt ræktað kaffi, blóð appelsína, engifer og mandarína.

Berið froðuna vandlega jafnt yfir líkamann og passið að þvo hendurnar vel á eftir.  Húðin dökknar jafnt og þétt eftir að froðan er borin á en óhætt er að fara beint í föt á eftir, hún litar hvorki föt né sængurver.