High Efficiency Face Cleaner ‐ 120ml

3,950 kr.

Mjög skilvirkur hreinsir sem inniheldur bæði olíu og vatnsbyggða hreinsa sem gerir að verkum að hann virkar eins og olíuhreinsir en hagar sér eins og vatnsbyggður hreinsir og skolast vel af húðinni. Í einu skrefi nær hreinsirinn að losa allan farða, hvort sem það er andlits- eða augnfarði af húðinni og skila henni fullri af raka og silki mjúkri. Ólíkt mörgum öðrum hreinsum þarf ekki að notast við þvottapoka eða handklæði til að skrúbba húðina og ná farðanum af þar sem volgt vatn nær að skola hann af í einu skrefi.

 

Ef farði er á andlitinu er best að setja hreinsinn beint á þurrt andlit og nudda hreinsinum vel á húðina og skola hann svo af. Síðan er gott að þvo húina aftur eftir að farðinn hefur verið hreinsaður af.

Ef húðin er farðalaus er best að bleyta húðina áður en hreinsinum er nudda á húðina og síðan skolaður af.


Frábær farðahreinsir sem ég nota á hverju kvöldi. Hann inniheldur olíu sem gerir að verkum að auðvelt er að ná maskaranum af auk þess sem hann skolast vel af húðinni og gerir hana silki mjúka. Þetta er vara sem er orðin ómissandi partur af minni húð-rútínu og fær mín bestu meðmæli.

– Íris Rut   —  iris@mai.is

In stock

Quantity