Expert Face Brush

Expert Face Brush

1.990 kr 20%

Aðeins 4 stykki eftir

Einstaklega þéttur bursti sem hentar vel fyrir: farða, fljótandi, krem og púður, púður – kinnaliti, sólarpúður og highlighter. Þéttu burstahárin gera það að verkum að áferðin sem burstinn gefur er þétt og hún hylur vel. Burstinn hentar vel til að blanda förðunarvörunum á andlitinu og vegna þess að burstinn er svo mjúkur verður húðin og áferðini það líka. Handfangið er úr léttu möttu áli svo það er þæginlegt að nota burstann og hann hreyfist lítið til á meðan þið eruð að nota hann. Burstinn getur staðið sjálfur – flottur inná baðherbergi eða á snyrtiborði. Real Techniques burstarnir eru meðal mest seldu förðunarbursta í heimi. Burstahárin eru sérstaklega mjúk og mun mýkri en margir aðrir förðunarburstar sem eru til á markaðnum í dag. Hárin eru 100% Cruelty Free. Mýktin á hárunum gefa þessa fullkomnu áferð á makeup-ið þitt sem allir sækjast eftir. Burstarnir eru flokkaðir eftir litum: Appelsínugulu eru fyrir undirstöðuna. Fjólubláu eru fyrir augun. Bleiku fullkomnu áferðina á húðinnni þinni. Hárin á hverjum og einum bursta eru snyrt í höndunum svo það sé hægt að tryggja gæði þeirra.