Skilmálar
Maí áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis og á facebook síðu MAÍ (www.facebook.com/maiverslun). Skilmálar þessir gilda um allar pantanir hjá Maí og á Facebook síðu Maí
Afhending vöru
Pantanir eru sendar á næsta pósthús eða heim að dyrum. Við afgreiðum pantanir næsta virka dag eftir að greiðsla hefur borist. Athugið að innanlandspóstur getur tekið allt að 3 daga að berast. Allar sendingar eru með rekjanlegu sendingarnúmeri frá Íslandspósti.
Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Skilafrestur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Kaupandi greiðir sendingarkostnað ef skila eða skipta á pöntun hjá Maí. Útsöluvörum/tilboðsvörum fæst skipt en ekki skilað nema annað sé tekið fram í lýsingu við tiltekna vöru . Vinsamlega hafið samband á mai@mai.is ef frekari spurningar vakna.
Endursendingar skal senda á pósthús merkt:
Maí Verslun ehf.
Garðatorg 4
210 Garðabær
Verð
Athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila. Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning Maí á öruggri greiðslusíðu Valitor hf, greiðslugátt Netgíró, Aur og Pei.
Valitor hf sér um alla meðhöndlun á kreditkortum og kortaupplýsingum.
Maí Vildarklúbbur
Maí fer með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál. Meðlimir í vildarklúbbi Maí gefa upp netfang og símanúmer og heimila Maí að senda upplýsingar í sms eða tölvupósti. Meðlimir geta afskráð sig úr vildarkúbbnum með því að smella á ‘unsubscribe’ neðst í tölvupóstum frá Maí. Einnig er hægt að senda tölvupóst á mai@mai.is og gefa upp netfang sem óskað er eftir að afskrá. Maí notast við tölvupóstforritið Mailchimp sem heldur utan um netfang og símanúmer. Ekki er notast við aðrar upplýsingar í vildarklúbbnum.