Skinimalist Cryo Sculpt Roller
2.312 kr
Andlitsrúlla úr ryðfríu stáli sem hjálpar til við að róa húðina, draga úr bólgum, minnka svitaholur og gefur húðinni meiri ljóma. Talið er að rúllan auki blóðflæði, dragi úr bólgu og þrota, ásamt því að tóna húðina. Berið húðvörur á andlitið og rúllið svo yfir andlitið með rúllunni, forðist að toga eða rúlla fast.
Andlitsrúllan er með tveimur endum. Notið stærri endann á andlitið, byrja að rúlla upp og síðan lárétt í átt að hárlínu. Notið minni endann til að rúlla undir og í kringum augnsvæðið, rúllið lárétt frá innri augnkrók og í átt að hárlínu til að minnka þrota í kringum augun.
Rúllan er úr ryðfríu stáli sem veitir góða kælingu, en fyrir ennþá meiri kælingu er fullkomið að geyma rúlluna í kæliskáp.