Three Warriors - Nýtt brúnkumerki í Maí

Póstað þann af Anna Margrét Th. Karlsdóttir

Það gleður okkur að kynna nýjasta merki Maí, Three Warriors!

Merkið er ástralskt og samanstendur af brúnkuvörum sem allar eru lífrænar og dásamlega góðar. Mig langar að segja ykkur aðeins frá sögu merkisins og fjalla svo um vörurnar. 

Corbin Halliday, sá tækifæri á markaðnum í lífrænum brúnkuvörum eftir árangurslausa leit af réttu samsetningunni ákvað hann að taka málin í sínar hendur og stofnaði Three Warriors. Þegar Corbin var aðeins 10 ára gamall missti hann pabba sinn skyndilega og í kjölfarið kallaði mamma hans þau systkinin "Three Warriors" en þaðan kemur nafnið. Vörulína merkisins var búin til fyrir þá sem vilja viðhalda fallegri brúnku án þess að skaða okkar stærsta líffæri, húðina. Þegar hann fór að þróa vörurnar og leita að réttum innihaldsefnum þurfti hann ekki að leita langt en öll innihaldsefnin koma frá hans heimahögum í Tasmaníu. Ég segi ykkur betur frá innihaldsefnunum þegar ég fjalla um hverja vöru fyrir sig. 

Aqua Tanning Mist

Sprey sem gefur ekki aðeins lit heldur líka góðan raka og frískar uppá húðina. Ótrúlega þægilegt í notkun en best er að halda spreyinu 15 cm. frá andliti og spreyja nokkrum sinnum. Bæði hægt að nota spari eða tvisvar til þrisvar í viku til að viðhalda fallegum lit alla vikuna. 

Helstu innihaldsefni:
Rose oil: Andoxunarefni sem hefur græðandi áhrif og ver húðina frá skaðlegum áhrifum umhverfisins.
Aloe vera: Læsir raka í húðinni og mýkir hana.
Tasmanian olive oil: Kemur í veg fyrir öldrunareinkenni í húðinni og ver gegn skaðlegum áhrifum sólarinnar.


Gradual Tan

Með þessu brúnkukremi stjórnar þú algjörlega ferðinni. Þetta er í raun body lotion þar sem þú getur byggt upp lit með því að bera það á þig oftar. Þannig hefur þú fulla stjórn á litnum og húðin fær góðan raka. 

Helstu innihaldsefni:
Aloe vera:
 Læsir raka í húðinni og mýkir hana.
Avocado oil: Gefur húðinni A, D og E vítamín.
Chamomile extract: Hefur bólgueyðandi og róandi áhrif.


Self Tanning Mousse


Þessi dásamlega brúnkufroða gefur djúpan gylltan tón. Froðan er fljót að fara inn í húðina svo auðvelt er að bera hana á sig. Þú getur stjórnað hversu djúpan lit þú vilt, því lengur sem þú bíður með að skola hana af þeim dýpri verður liturinn. 

Helstu innihaldsefni:
Aloe vera: Læsir raka í húðinni og mýkir hana.
Avocado oil: Gefur húðinni A, D og E vítamín.
Chamomile extract: Hefur bólgueyðandi og róandi áhrif.


Sand Scrub

Fullkominn sandskrúbbur til að undirbúa húðina fyrir brúnku. Hann nærir húðina ásamt því að taka burt dauðar húðfrumur. Húðin verður silkimjúk. Sandurinn í skrúbbnum er af ströndum Tasmaníu.

Helstu innihaldsefni:
Aloe vera: Læsir raka í húðinni og mýkir hana.
Coconut oil: Stútfullt af vítamínum og steinefnum sem næra húðina.
Manuka honey: Rakagefandi. 

Merkið er glænýtt hjá okkur í Maí og hef ég persónulega bara náð að prófa Sand Scrub og Gradual Tan og ég ELSKA það combo! Ég hlakka til að prófa froðuna og spreyið og get ég ímyndað mér að spreyið verði must have í vetur.  

Takk fyrir að lesa og ekki hika við að senda mér línu ef þið hafið einhverjar spurningar eða pælingar ♥

Instagram: annamargretth
Mail: anna@mai.is