Húðrútína fyrir þroskaða húð

Póstað þann af Selma Soffia

Þessi færsla er ætluð til leiðbeininga fyrir fólk með eldri eða þroskaða húð. Fólk með eldri húð þarf þó ekkert endilega húðrútínu frábrugðna þeim sem eru á tvítugs eða þrítugsaldri, en ég mun beina þessari færslu sérstaklega að vörum sem draga úr öldrunareinkennum.

Þegar við verðum eldri fara frumurnar í húðinni okkar að slakna og minnka, þar af leiðandi minnkar kollagen framleiðsla og húðin fer að hætta að endurnýja sig eins og hún gerði sjálf á yngri árum. Þá fer húðin að slakna, fínar línur að myndast og svitaholum fjölgar. En með tækni nútímans er húðvöru heimurinn orðinn svo þróaður að hægt er að hægja á öllum þessum atriðum á einn eða annan hátt.

Kvöldrútína

#1 Mikilvægt er að ,,hreinsa daginn“ af hvort sem notaðar eru förðunarvörur eða ekki. Andrúmsloftið í kringum okkur er stútfullt af óhreinindum og skaðlegum efnum sem setjast á húðina okkar og með tímanum fara inní hana, sem við viljum alls ekki. Því er mikilvægt að byrja á að hreinsa farða af með til dæmis Micellar vatni frá SkynIceland eða Low-Viscosity Cleaning Ester frá NIOD. Eftir það er mjög mikilvægt að ,,double-cleansea“ og þrífa húðina með góðum andlitshreinsi eins og Sanskrit Saponins frá NIOD, Glacial Face Wash frá SkynIceland eða Super Citrus Cleanser frá EcobySonya.

#2 Því næst er það tóner til að undirbúa húðina fyrir næstu skref. Þá er Glycolic Toning Solution frá The Ordinary mjög góður og vinnur hann líka gegn öldrunareinkennum. Super Fruit Toner frá EcobySonya er einstaklega góður rakatóner, sem inniheldur einnig Vitamin C og birtir því líka húðina. Nordic Skin Peel frá SkynIceland eru skífur sem innihalda ávaxtasýrur og mjög góðar sem tóner.

#3 Eftir tóner er tilvalið að setja eitthvað gott serum á. Þá er Arctic Elixir frá SkynIceland mjög virkt peptíðu serum sem vinnur á öldrunareinkennum ásamt því að næra húðina vel. Hægt er að setja peptíðu formúlu eins og Matrixyl frá The Ordinary yfir það fyrir enn meiri virkni.

#4 Mikilvægt er að enda svo kvöldrútínuna á góðu rakakremi eða olíu. Eitt besta næturkrem sem ég hef prófað er Oxygen Infusion Nightcream frá SkynIceland og er það mjög virkt og gott krem sem vinnur á fínum línum, gefur raka og næringu, ásamt því að auka ljóma húðarinnar. Í staðin fyrir krem er hægt að nota næringarríka olíu eins og Glory Oil frá EcobySonya. Sú olía er algjört undur og hefur gert mörg kraftaverkin! Hún vinnur á að endurnýja húðina og getur því lagað ör, slit, fínar línur og að auki gefið raka og nært húðina.


Morgunrútína

 #1 Á morgnanna er einnig mikilvægt að þrífa andlitið eftir óhreinindi sem leynast bæði í koddanum og í loftinu. Þá er hægt að nota sömu andlitshreinsa og í kvöldrútínunni. En passa þó að velja milda hreinsa á morgnana.

#2 Því næst er það tóner og er þá einmitt líka gott að velja mildann tóner eins og Super Fruit Toner frá EcobySonya.

#3 Svo er það gott serum og er eitt af mínum uppáhalds dagserumum Icelandic Youth Serum frá SkynIceland. Það er með nýjustu vörunum hjá Skyn og inniheldur það til dæmis vítamínið Astaxanthin sem hefur reynst mjög vel og er þekkt fyrir að gefa húðinni mjög fallegann ljóma. Serumið vinnur einnig gegn öldrun húðarinnar.

#4 Mikilvægt er síðan að skella á góðu rakakremi og hef ég mikið verið að lofsyngja Pure Cloud Cream frá SkynIceland undanfarið. Það er dúnamjúkt rakakrem sem er stútfullt af raka og mjúkt eins og silki.

#5 Að lokum má ekki gleyma sólarvörninni!! Þá get ég klárlega mælt með Protect Primernum frá Laura Mercier. Hann inniheldur spf 30 og er einnig primer með smá ljóma. Hann fer mjög vel inní húðina og skilur því ekkert eftir sig og er fullkominn farðagrunnur.

Ég vona að þessi færsla geti verið hjálparhönd fyrir einhvern þarna úti. Ef einhverjar spurningar vakna má senda mér email á selma@mai.is eða skilaboð á instagram: selmasoffia <3