Thelmu staffapicks mánaðarins - Júlí

Póstað þann af Selma Soffia

Hola! Thelma heiti ég og er starfsmaður í Maí. Ég ætla að deila með ykkur hluta af mínum uppáhalds vörum úr Maí. Það er einstaklega erfitt að gera uppá milli vara því ég elska mjög margar vörur í þessari búð en eftirfarandi eru mínar uppáhalds um þessar mundir. 

MAGICSTRIPES - DEEP DETOX TIGHTENING MASK

Besti maski sem ég hef prufað hingað til! Hann gjörsamlega djúphreinsar húðina og skilur hana eftir silkimjúka. Þetta er sheetmaski sem inniheldur leir. Þegar leirinn þornar þá þarftu alveg að toga hann af. Hann er frekar vondur fyrstu fimm mínúturnar en verður svo skárri en það er klárlega allt þess virði.

NIOD - PHOTOGRAPHY FLUID, OPACITY 8%

Á sumrin vil ég ekki nota farða og nota ég því þetta í staðin. Þetta er bronze litaður vökvi sem er mjög léttur og dreifist einstaklega vel. Hann stíflar ekki húðinna og skilur eftir sig mjög fallegan bronze ljóma. Vökvinn er hannaður til þess að jafna út þinn húðlit ásamt því að kalla fram ljóma. Eins og nafnið gefur að kynna að þá  myndar hann eins konar “filter” á húðinni sem kemur mjög vel út á myndum.

NIOD - LIP BIO-LIPID CONCENTRATE

Ég elska þetta vara serum og hefur það aldrei vantað í snyrtiskápinn minn síðan ég keypti það fyrst. Það er mjög góð næring fyrir varirnar en besta við það er að það plumpar varirnar þannig að það er smá eins og “náttúruleg” fylling í varirnar. Það á að nota það tvisvar á dag fyrstu 30 dagana og síðan hef ég alltaf notað það eins sinni á dag. Ég án efa sé mun á plumpi varanna og þær haldast alltaf nærðar.

LAURA MERCIER - FOUNDATION PRIMER PROTECT SPF 30

Geggjaður primer undir farða eða makeup sem inniheldur SPF!! Ég hef lengi leitað af góðum SPF fyrir anditið sem gefur ekki “klístraða” áferð. Þessi er hreint út sagt fullkominn. Hann heldur líka makeupinu alveg flawless út allan daginn ásamt því að halda andlitinu möttu.

SKYN ICELAND – THE ANTIDOTE COOLING DAILY LOTION

daily lotion

Kælandi rakakrem sem hentar mjög vel bæði kvölds og morgna. Það hentar öllum húðtýpum. Kremið heldur húðinni minni alltaf í mjög góðu jafnvægi, minnkar bólu myndun og stress í húðinni. Það gefur einnig mjög fallega áferð, sérstaklega undir farða. Ég elska hvað það fer beint inní húðina og stíflar ekki.

Takk kærlega fyrir að lesa! Ég mæli mjög mikið með öllum þessum vörum og vonandi er eitthvað af þessu sem kallar á ykkur <3

Thelma Rut Guðbrandsdóttir