Hvað er þetta Gua Sha og afhverju ættirðu að nota það?

Póstað þann af Selma Soffia

Það er okkur sannur heiður að kynna fyrsta gestabloggara Maí en það er hún Linda Sæberg, eigandi Unalome! Hún er svo elskuleg að fræða okkur um Gua Sha sem hefur heldur betur rokið út hjá okkur í Maí. Gefum Lindu orðið.

Svo virðist sem Gua Sha, asísk andlitsmeðferð sem hefur verið notuð í þúsundir ára, sé nú loksins að uppgötvast hér vestra. Eftir að steinninn til að nota við þessa aðferð fór í sölu á www.unalome.is, hefur hann selst upp aftur og aftur á einungis nokkrum vikum.

Upprunalega var aðferðin notuð á líkamann til að losa um auma og þreytta vöðva. En nú í dag er Gua Sha orðin ein vinsælasta andlitsmeðferðin sem hægt er að framkvæma sjálfur heima. Aðferðin fel­ur í sér að nudda húðina með jöfnum strokum frá háls og upp með andlitinu, nokkur skipti í hverja átt. 



Kostir þess að nudda andlitð á þennann hátt er til dæmis:

⍙ Örvar blóðfæði til húðarinnar - rannóknir sýna allt upp um 400%

⍙ Eykur getu húðarinnar til að endurnýja sig.

⍙ Slakar á spennu í andlitinu og minnkar þar af leiðandi líkur á fínum línum.

⍙ Eykur styrk húðarinnar.

⍙ Skerpir á andlitsdráttum.

⍙ Eykur ljóma húðarinnar.

⍙ Minnkar svitaholur.


Þessi aðferð léttir á spennu í vöðvum og er því einnig tilvalið að strjúka aftur upp hnakka og yfir gagnaugað til að minnka hausverk. Auk þess mælum við með því að nudda frá enni og aftur á hnakka yfir hársvörðinn og með því virkja blóðflæðið til að auka hárvöxt. Sérstaklega er dásamlegt að gera það rétt fyrir svefninn til að létta á vöðvunum og fá betri og dýpri svefn




Hvernig á að framkvæma Gua Sha andlitsnudd?

Best er að halla steininum vel og draga hann upp og út andlitið. Byrja skal neðst á andlitinu, við kjálka og færa sig síðan upp andlitið líkt og sjá má á þessari mynd. Gott er að endurtaka um þrisvar til fimm sinnum á hverju svæði.
Meðferðina er best að framkvæma á hreina húð með góðu rakakremi eða andlitsolíu.
Við mælum einnig með að geyma steininn í ísskáp og leggja á þrútin augu og/eða andlit að morgni.



Hvaða orkustein á að velja ?

Í raun er virkni allra steinana á andlitsmeðferðina sú sama og er því best að velja þann stein sem heillar mest. Ef áhugi er að kynna sér á virkni orkusteinana og velja eftir því má lesa allt um heilunarmátt þeirra og velja svo í framhaldi af því.