Húðrútínur - The Ordinary o.fl. Part 2

Póstað þann af Selma Soffia

Jæja þá er komið að seinni hluta langloku minnar um húðrútínur. Best væri auðvitað að setjast í kaffi með ykkur öllum og ræða húðumhirðu frá A til Ö, en við lifum auðvitað ekki í fullkomnum heimi þannig þetta blogg verður að duga <3
Ég vona að fyrri færslan hafi hjálpað allavega einni manneskju, það myndi gleðja hjartað mitt mikið. En nú er komið að dæmi um skref til að taka í húðrútínu fyrir kvöldið. Þá gildir einmitt ennþá hin gullna regla um þynnsta til þykkasta lagið í röð á serumum og formúlum.
 
Kvöld
 
1. Hreinsa farða dagins af
 
Það er gríðarlega mikilvægt að ,,þrífa daginn af“ andlitinu þegar komið er heim, annaðhvort fyrir svefn eða jafnvel um leið og komið er inn úr dyrum, þannig er ekki hægt að nota þá afsökun að maður sé orðinn of þreyttur og einnig fá allar góðu húðvörurnar okkar góðann tíma til að ná inní andlitið áður en lagst er á koddann.
Hérna er hægt að nota Low-Viscosity Cleaning Ester frá NIOD sem er hreinsivatn sem virkar svipað og hið týpíska Micellar vatn. Maður dempar því á bómul og það hreint bræðir farða dagsins af andlitinu ásamt því að gefa húðinni góðann raka og undirbúa hana fyrir næstu skref. Síðan höfum við líka Micellar Cleansing Water frá Skyn Iceland og er það eins og nafnið gefur til kynna Micellar vatn sem hreinsar burtu farða.


 2. ,,Double Cleanse“
Þetta skref þykir mér gríðarlega mikilvægt, ef ekki mikilvægasta skrefið í kvöld húðrútínunni. Það getur breytt gríðarlega miklu fyrir heilbrigði húðarinnar að hreinsa andlitið aftur eftir að búið er að hreinsa farðann af andlitinu þar sem farðahreinsir er alls ekki nóg hreinsun og snýst þetta skref alfarið um að hreinsa húðina sjálfa. Hérna er hægt að nota sömu andlitshreinsa og ég fjallaði um í hreinsunarskrefinu í fyrri færslu um húðrútínur.


 3. Skrúbbur eða maski (val)

Þetta skref er enn og aftur val hvers og eins og ekki nauðsynlegt öll kvöld. Hér er til dæmis gott að nota Flavanone Mud frá NIOD sem er einn af mínum uppáhalds möskum. Hann djúphreinsar húðina svakalega vel ásamt því að slétta úr henni líka og er almennt mjög virkur. Ég vara þó við að hann getur sviðið.. svolítið mikið stundum. En allt þess virði samt, beauty is pain ekki satt? Svo er hægt að nota AHA 30% + BHA 2% Peeling Solution frá The Ordinary og er það sýrumaski sem vinnur í því að taka ysta lagið af húðinni og hjálpar henni þannig að endurnýja sig. Hann getur því hjálpað við að vinna á örum, svitaholum, fínum línum og fleira, ásamt því að slétta úr húðinni.

4. Toner
 
Enn og aftur finnst mér þetta skref einnig mjög mikilvægt eins og ég kom inná í fyrri færslu. Og þá er hægt að nota sömu tónera og ég nefndi þar.


 5. Augu
 
Hér er þá komið að augnvörum ef maður velur að nota þær, hvort sem það er augnkrem eða augnserum. Og þá er enn og aftur hægt að nota þær sömu og ég fjallaði um í fyrri færslu.


 6. Sýrur
 
Gott er að setja svo næst sýrur, áður en þykkari og meiri formúlur eru settar á eins og serum þar sem sýrur virka best á ósnerta húð. Hérna væri þá hægt að nota Lactic Acid frá The Ordinary. Það er frekar mild sýra sem vinnur í að birta húðina, jafna litatón húðarinnar og endurnýja hana. Þetta er ein af mínum uppáhalds Ordinary vörum og sé ég alltaf mikinn mun þegar ég er dugleg að nota hana. 7. Serum
 
Og þá eru það serumin. Hérna er einnig hægt að nota sömu serum og ég nefndi í fyrri færslu, muna bara þynnsta til þykkasta lagið regluna og einnig að nota ekki of mikið. Öllu má ofgera.

8. Retinol/Retinoid
 
Þá eru það okkar heittelskuðu A-vítamín. Ég ætla ekki að fara of ítarlega í hvað það er þar sem það er klárlega efni í sér færslu. En það sem við erum með í Maí eru í Squalane formi, sem þýðir að þau séu í léttri olíuformúlu og því best eftir þynnri formúlur eins og serum. En ég myndi ekki mæla með að nota retinol eða retinoid sama kvöld og sýrur. Ég sjálf hef það vanalega þannig að ég nota retinol annað hvert kvöld og sýrur hin kvöldin, eins og til dæmis Lactic Acid. Við erum með eftirfarandi Retinol/Retinoid formúlur í boði frá The Ordinary
Ef maður hefur ekki notað A-vítamín formúlur áður í húðumhirðu er best að byrja í minnsta styrkleikanum og vinna sig svo upp.


9. Krem/Olíur
 
Eins og alltaf er lokaskref húðrútínunnar olíur eða krem. Olíur geta verið einstaklega góðar fyrir húðina ef valdar eru réttar olíur, þær næra, gefa raka og fylla húðina af vítamínum. Glory Oil frá EcobySonya er algjört undur fyrir húðina og hægt að nota hana á allt. Frá The Ordinary er hægt að fá 100% Organic Cold-Pressed Rose Hip Seed Oil sem hefur reynst vel fyrir vandamála húð en gefur einnig góðann raka. 100% Cold-Pressed Virgin Marula frá The Ordinary er einnig mjög áhrifarík og næringarík olía sem má líka nota í hár.
Þeir sem kunna ekki vel við að nota olíur á húðina geta farið útí kremin frekar. Eitt af betri kremum sem ég hef prófað er Oxygen Infusion Night Cream frá SkynIceland. Það er mjög virkt og rakagefandi krem. Super Fruit Hydrator frá EcoBySonya er mjög gott krem líka sem hentar öllum húðtýpum, er olíufrítt og má nota líka sem dagkrem. Svo er klassíska Natural Moisturizing Factors + HA frá The Ordinary einnig mjög þægilegt. Mér finnst mjög gott líka að nota Face Tan Water frá EcobySonya sem síðasta skrefið í rútínunni svona 2-3 kvöld í viku til að fríska aðeins uppá útlitið, eða ef ég er með erfiða húð þar sem það er algjört undur fyrir bólur <3
Eins og eflaust sést hér og í fyrri færslu eru sumar vörur sem ég nefni hér uppseldar hjá okkur í Maí þar sem eftirspurnin af góðum húðvörum hefur aukist gríðarlega, sem er bara frábært og gleður mig mikið! En mig langaði samt að nefna þær og þá vitiði líka hverju þið getið beðið eftir og skráð ykkur á biðlista á vefversluninni.
Það væri gaman að heyra hvað ykkur finnst og það má alltaf senda á mig eða okkur hugmyndir að færslum <3