Húðrútínur - The Ordinary o.fl. Part 1

Póstað þann af Selma Soffia

Kæru viðskiptavinir Maí,
Selma heiti ég og skrifa fyrstu bloggfærslu Maí. Ég ásamt Önnu Margréti starfsmanni Maí munum leggja hönd á allskyns færslur tengdar vörunum sem við seljum í Maí verslun, en að mestu munum við fjalla um húðumhirðu þar sem það virðist vera eldheitt umræðuefni þessa dagana, og góð ástæða fyrir!

Við erum með vinsælu húðvörurnar frá The Ordinary, eins og margir kannski kannast við, og geta þær verið einkum flóknar í notkun og að læra inná. En trúið mér þegar ég segi að þetta kemur allt og verður einfaldara!

Sú spurning sem mér finnst ég fá hvað allra mest sem sölumaður í Maí er hvernig skal húðrútínunni háttað. Því jú hér áður fyrr notuðum við bara ódýra handsápu úr Bónus í smettið og sögðum góða nótt ekki satt? Má það í dag? Ónei (ekki nema þið viljið það og þá er það auðvitað alveg í besta lagi). En mér finnst vera mikil vitundarvakning í samfélaginu í dag hvað varðar að sjá vel um húðina því hún er auðvitað okkar stærsta líffæri og mikilvægt að hugsa vel um hana. Mér fannst því vel við hæfi að hafa fyrstu færslu Maí alfarið um húðrútínur og vona ég að eftir þessa lesningu séuð þið einhverju nær <3

Áður en ég dembi mér í skrefin sem í boði eru í húðrútínu að þá er vert að taka fram að þetta er að sjálfsögðu ekki heilagt og hentar alls ekki öllum. Eins eru sum skref alls ekki nauðsynleg heldur frekar val hjá hverjum og einum. Að auki vil ég taka fram að ég er ekki lærður húðlæknir, og allar þær upplýsingar sem ég hef fram að færa hér eru þær upplýsingar sem ég hef aflað mér sjálf eftir að hafa unnið ítarlega með húðvörur og hef ég gríðarlegan áhuga á viðfangsefninu.

Helsta reglan í húðumhirðu er að nota alltaf þynnsta lagið fyrst og vinna sig í þykkasta. Þú byrjar því alltaf í einhverju þunnu og vatnskenndu og vinnur þig upp í þykkari vörur eins og krem og olíur.

Hér eru þá möguleg ,,skincare“ skref fyrir morgunrútínu:

Morgun 

1. Hreinsun 

Í þessu skrefi skal nota góðann andlitshreinsi sem er frekar léttur og þurrkar ekki. Þetta skref undirbýr húðina svo fyrir næstu skref. 

Glacial Face Wash er mjög góður cleanser frá SkynIceland sem er eins og krem í áferð sem freyðir svo við notkun og því einstaklega huggulegur og kósý. Hann hentar öllum húðtýpum og hreinsar vel. Super Citrus Cleanser frá EcobySonya er einnig góður cleanser sem hentar vel fyrir olíukennda og bólóttahúð þar sem hann getur þurrkað örlítið, en þess vegnar einmitt hentar hann oft betur sem hreinsir á kvöldin. Sanskrit Saponins frá NIOD er algjör djúphreinsir og tilfinningin eftirá er eins og maður hafi hreinsað öll óhreinindi burt!



2. Skrúbbur eða maski (val)

Þetta skref er algjörlega val hvers og eins og fer eftir hvernig húðin manns er hverja stundina og hversu mikinn tíma maður hefur þann morguninn. Ef þér finnst húðin þín vera frekar stífluð þegar þú vaknar eða almennt óhrein er gott að taka þetta skref og lífga aðeins uppá hana.

Mastic Must frá NIOD er maski gerður til að nota á morgnana og er hannaður til að minnka svitaholur og fílapennsla. Virkir bréfmaskar eins og Serum Mask frá ChitoCare hentar einnig vel til að gefa húðinni smá líf. Super Acai Exfoliator frá EcoBySonya tekur burt allar dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir silkimjúka og tilbúna í daginn.

3.Toner 

Næsta skref er þá tóner. Sumir telja þetta skref algjör óþarfi en að mínu mati er það algjört must og hef ég verið að nota tónera síðan ég byrjaði að fikta við húðvörur þegar ég var unglingur. 

Hægt er að nota tóner í spreyformi og er þá Superoxide Dismutase Saccharide Mist frá NIOD mjög gott og gefur góðan raka ásamt því að innihalda vörn gegn mengun úr andrúmsloftinu. Annar tóner sem ég mæli með er frá EcobySonya og heitir Super Fruit Toner og er það sem maður myndi kalla rakatóner. Aðalinnihaldsefnin í honum eru Hyaluronic sýra sem flestir þekkja en það er rakabomba fyrir andlitið, síðan er vítamín C og er það náttúrulegur birtir fyrir húðina sem jafnar einnig litatón húðarinnar og eykur kollagen framleiðslu. Tónerinn inniheldur einnig ananas og er hann þekktur fyrir að auka teygjanleika húðarinnar, þar af leiðandi mögulega minnka öldrunareinkenni. Svo höfum við sýrutóner frá The Ordinary sem heitir Glycolic Acid 7% Toning Solution. Glycolic sýra er náttúrulegur ,,exfoliator“ sem vinnur í að hreinsa burt ysta lag húðarinnar og dauðar húðfrumur, ásamt því að birta húðina og jafna litatón húðarinnar, hentar öllum húðtýpum en þau ykkar sem eruð með viðkvæma húð skulu venja húðina smátt og smátt með því að nota hann fyrst bara nokkur kvöld í viku. Að lokum höfum við Nordic Skin Peel frá SkynIceland sem eru 60stk af skífum sem innihalda allskonar góð innihaldsefni, eins og ávaxtasýrur sem einnig vinna í að endurnýja húðina, minnka svitaholur og fleira.


4. Augu

Þetta skref er mikilvægt að framkvæma fyrir serum, krem og þess háttar þar sem aðrar þykkari formúlur gætu virkað sem hindrun fyrir virknina. Í þessu skrefi er hægt að nota bæði augnkrem og/eða augnserum, það er í rauninni meira en nóg að nota bara annaðhvort. Og jafnvel ekki nauðsynlegt að nota sérstaka augnvöru en þó gott að gera það samt. Í Maí erum við með æðislegt augnkrem frá EcobySonya sem heitir Eye Compost og inniheldur Plómur, Spirulinu og Vitamin C, sem öll vinna að því að birta undir augunum og minnka fínar línur ásamt því að gefa raka. Svo erum við með Caffeine Solution 5% + EGCG sem er sérstaklega hannað til að vinna á baugum og þrútnum augum þar sem það inniheldur náttúrulegt koffín tekið úr grænu tei. Að lokum höfum við Fractionated Eye Contour Concentrate frá NIOD sem er sérstaklega gert til að vinna á fínum línum og hrukkum kringum augnsvæðið en einnig fleiri vandamál tengd við augnsvæðið.

5. Serum

 Hér er mikilvægt að nota þynnsta til þykkasta lagið regluna ef um mörg serum er að ræða. Ekki er gott að nota of mikið þar sem öllu má ofgera og þá er hætta á að gera verr frekar en gott fyrir húðina. Þetta skref á við um flest The Ordinary og NIOD serum sem mælt er með að nota á morgnana eins og:

Buffet

Buffet + Copper Peptides 1%

Niacinamide 10% + Zinc 1%

Matrixyl 10% + HA

Argireline Solution 10%

 Amino Acids + B5

Hyaluronic Acid + B5

Copper Amino Isolate Serum

Ég ætla ekki að fara í virkni hvers og eins í þessari færslu þar sem hún er nú þegar orðin langloka og ekki vil ég láta neinum leiðast við að lesa hana. Muna bara að leyfa hverju serumi að þorna áður en næsta lag er sett á og að flestar þessar vörur eru frekar drjúgar og þarf því bara örlítið magn yfir andlitið.




6. Rakakrem/Olíur

Þá eru það rakagefandi efnin sem eru næst síðasta skrefið í morgunrútínunni. Hér er hægt að nota rakakrem frá The Ordinary sem heitir Natural Moisturizing Factors + HA og er frekar venjulegt rakakrem sem hentar öllum húðtýpum. Einnig er hægt að nota olíur eins og 100% Organic Cold-Pressed Rose Hip Seed Oil eða 100% Organic Virgin Marula Oil, en athugið að það getur verið leiðinlegt að farða sig eftir olíur fyrir þær sem farða sig á daginn. Einnig er hægt að nota Vitamin C Suspension 23% + HA Spheres 2% sem er Vitamin C krem sem vinnur í að birta húðina, jafna litatón húðarinnar og auka kollagen framleiðslu, sniðugt er að blanda því í rakakrem þar sem áferðin á því er frekar skrítin. Svo að sjálfsögðu eru til allskonar fleiri möguleikar í rakakremum og olíum sem hægt er að nota.



7. Sólarvörn

Þetta skref er vanmetið hjá hvað flestum held ég og skil ég það vel, við vorum flest alin upp við að nota bara sólarvarnir í sólarlandaferðunum. En þetta er gríðarlega mikilvægt skref uppá að verja húðina frá sólargeislum og fleiri mengunum í andrúmsloftinu sem hafa varanleg skaðleg áhrif á húðina ásamt því að valda öldrun hraðar en þarf. Og já, það þarf sólarvörn þrátt fyrir að ekki sé sól úti. Við í Maí erum nýlega komin með Primer frá Laura Mercier sem inniheldur 30spf og er einstaklega góður og góð leið til þess að koma sólarvörninni inn í rútínuna. Við erum líka með Tinted Moisturizer frá Laura Mercier sem inniheldur 20spf og er litað dagkrem sem hefur reynst mjög vel!

 

 

Þessi færsla varð mun lengri en ég ætlaði mér og verður hún því í tveimur pörtum og kemur seinni parturinn þriðjudaginn 5. maí. Enn og aftur vil ég taka það fram að ég er ekki lærður húðlæknir og takið því þessum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Það skiptir miklu máli að finna vörur sem henta þinni húðtegund, við erum öll svo misjöfn. En mig langaði þó að skrifa þessa færslu þar sem ég hef verið að fá margar spurningar um hvernig húðrútínan eigi að vera og vona því að þessi færsla geti hjálpað einhverjum.

 

Takk kærlega fyrir mig

Selma <3