Top 5 - Laura Mercier

Póstað þann af Anna Margrét Th. Karlsdóttir

Við erum svo stolt og ánægð að geta boðið upp á vörurnar frá Laura Mercier og langar okkur að segja ykkur frá fimm vinsælustu vörunum. 

Anna Margrét heiti ég og verð með reglulegt blogg hér með Selmu. Ég athugaði hvaða vörur eru að seljast best hjá okkur frá Laura Mercier og ætla að deila fimm vinsælustu með ykkur ♡
Það er ekki allt til hjá okkur eins og er en við fáum sendingu von bráðar!
Kemur varla á óvart, hið ómótstæðilega Translucent Loose Setting Powder er mest selda varan frá Laura Mercier. 
Púðrið er glært sem þýðir að enginn litur er í því en þetta er bara laust púður sem setur farða og hyljara. Andlitið helst flawless í 12 tíma! 
Vert er að minnast á að setting púðrið er einnig til í föstu formi en það heitir Invisible Pressed Setting Powder


 
Næst á lista er Translucent Loose Setting Powder GLOW en það er sama formúla nema það gefur GLOW! Semsagt setur farða og hyljara og gefur glow.



Flawless Fusion
hyljarinn fylgir fast á eftir. Hann veitir miðlungs til fulla þekju og er fullkominn undir augu og á önnur vandamálasvæði. Áferðin er náttúruleg og hann creasast ekki þar sem hann inniheldur rakagefandi efni ásamt því að vera olíulaus.


#4 Foundation Primer 

 Primerarnir frá Lauru eru ÆÐI! Það eru nokkrar tegundir í boði en í grunninn hafa primerarnir allir sömu eiginleika; slétta og mýkja húðina, draga úr fínum línum, svitaholum og ójöfnum, undirbúa húðina þannig fyrir farða og farðinn helst lengur. Laura Mercier primerarnir eru ólíkir öðrum primerum að því leyti að þeir eru water-based og eru því ótrúlega léttir á húðinni.
Okkur langar að útskýra muninn á þessum auka eiginleikum hvers og eins.

Það segir sig kannski sjálft að Foundation Primer Oil Free er olíulaus primer og hentar því einstaklega vel fyrir olíukennda húð. 

Foundation Primer Radiance gefur glow og hentar öllum húðgerðum. Fullkomið fyrir ykkur sem elska glowy og dewy look.

Við elskum sólarvörn og þess vegna ELSKUM við Foundation Primer Protect SPF 30. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur hann sólarvörn SPF 30 ásamt andoxunarefnum sem vernda húðina gegn áhrifum umhverfisins. 

Foundation Primer Hydrating  er bæði rakabindandi og rakagefandi. Primerinn inniheldur semsagt ólífu extract sem bindur raka í húðinni á sama tíma og marine hydra botanicals gefa húðinni raka. Hentar öllum húðgerðum en sérstaklega þeim sem hafa þurra og venjulega húð.
 

 Flawless Fusion Ultra Longwear Foundation er olíulaus farði sem gefur matta áferð. Farðinn gefur miðlungs til mikla þekju og er hann fullkominn fyrir sérstök tilefni þar sem hann helst ótrúlega vel. Hann hentar öllum húðtýpum en er einstaklega góður fyrir þá sem eru með olíukennda húð þar sem hann heldur olíuframleiðslu í skefjum.


Við gætum talað endalaust um Laura Mercier og gerum pottþétt aðra færslu fljótlega.
Endilega sendið okkur línu á Instagram eða Facebook ef þið hafið óskir eða hugmyndir að nýjum færslum. Við viljum vita hvað þið viljið vita!