Top 5 - NIOD

Póstað þann af Anna Margrét Th. Karlsdóttir

NIOD er hluti af Deciem rétt eins og The Ordinary og samanstendur af hágæða húðvörum. Það mætti segja að þetta væri lúxus týpan af The Ordinary. Mig langar að fræða ykkur aðeins um merkið og er tilvalið að byrja á þeim vörum sem viðskiptavinir Maí velja helst! Hér eru þá söluhæstu NIOD vörurnar:


#1 Low-Viscosity Cleaning Ester

Léttur og góður hreinsir til að nota sem fyrsta skref í húðrútínu. Hann virkar eins og micellar vatn og makeupið “bráðnar” af. Það sem ég persónulega elska við þennan hreinsi er að húðin verður alls ekki þurr heldur ótrúlega mjúk og fersk! 


#2 Lip Bio-Lipid Concentrate

Algjör undravara! Serum fyrir varirnar sem gerir það að verkum að þær virðast stærri og þrýstnari. Serumið ýtir líka undir náttúrulegan lit varanna og er frábær grunnur fyrir varalit og gloss. Til að meðferðin virki sem best er mælt með að bera það á tvisvar á dag í 30 daga og einu sinni á dag eftir það. 


#3 Fractionated Eye-Contour Concentrate

Augnserum með ótrúlega virkni. Vinnur á þrota, dökkum baugum og fínum línum undir augum og á augnlokum. Inniheldur meðal annars hyaluronic sýru og peptíð sem vinna saman að örvun kollagenframleiðslu á augnsvæðinu. Augnsvæðið verður sléttara og bjartara. Það besta er að árangur sést fljótlega eftir að meðferð hefst! 


#4 Flavanone Mud

Áhrifaríkur leirmaski sem djúphreinsar húðina, verndar hana ásamt því að undirbúa fyrir utanaðkomandi áreiti umhverfisins. Maskinn er mjög sterkur en hentar flestum húðtýpum. Húðin verður tandurhrein og ljómandi! Hægt er að nota maskann sem meðferð með því að nota hann daglega í 5 daga og svo einu sinni í viku eftir það. Það er ágætt að hafa í huga að í smá stund eftir notkun finnur maður vel fyrir virkninni en það er eðlilegt og ekkert til að hafa áhyggjur af.


#5 Multi-Molecular Hyaluronic Complex

Ein besta hyaluronic sýran á markaðnum! Hyaluronic sýra er þekkt fyrir að gefa húðinni raka og binda raka í húðinni. MMHC örvar þar að auki kollagenframleiðslu húðarinnar og verndar hana gegn óæskilegum áhrifum umhverfisins. Hún er fljót að fara inn í húðina og vinnur vel á sjáanlegum áhrifum öldrunar á húðina, ss. fínum línum og hrukkum. Gefur heilbrigt og ferskt útlit.

 

Nöfnin á vörunum geta verið ruglandi en við erum búin að skrifa ágætis texta um hverja vöru í vefverslun til að auðvelda ykkur að skilja. Ég vona að þið hafið lært eitthvað um NIOD vörurnar og ég mæli með að prófa! Ef þið fílið The Ordinary þá munuð þið elska NIOD.

Endilega sendið mér línu ef þið hafið spurningar eða ábendingar!
IG: annamargretth
Email: anna@mai.is