Önnu staffapicks mánaðarins - Júní

Póstað þann af Anna Margrét Th. Karlsdóttir

Hæ kæru lesendur! Þá er komið að mér, Önnu Margréti, að deila með ykkur mínum uppáhalds vörum í Maí. Það er ekkert grín að velja á milli en hér eru vörurnar sem ég nota mest. 

Face Tan Water

Face Tan Water

Ég hef notað Face Tan Water í nokkur ár. Ég byrjaði að nota það löngu áður en ég byrjaði að vinna í Maí og get ekki verið án þess! Það gerir mann svo frísklegan og sætan, svo hefur það hjálpað mér mikið þegar ég hef verið að berjast við bólur. Ég skvetti nokkrum dropum í lófan og ber svo á andlitið, það er líka hægt að setja það í bómull en mér finnst það endast betur ef ég set það beint í lófann. Ef ég vil extra lit set ég tvær umferðir.

Sanskrit Saponins 



Ég elska þennan djúphreinsi frá NIOD. Hann hreinsar vel uppúr svitaholum og húðin verður svo mjúk eftir að hafa notað hann. Ég nota hann annað hvert kvöld og mæli ég ekki með að nota hann oftar. 

Invisible Pressed Setting Powder


Ég dýrka lausa setting púðrið frá Laura Mercier og nota það til að setja farða og hyljara EN Invisible pressed setting powder frá Lauru er mjög svipað nema í föstu formi! Það er alltaf í veskinu mínu og töluvert auðveldara að ferðast með það en lausa púðrið. Púðrinu fylgir púði en ég er yfirleitt með lítinn bursta með mér sem ég nota. 

The Ordinary

The ordinary

Ég get ekki skilið Ordinary útundan þar sem ég nota svo margar vörur frá merkinu! Vinsældir merkisins eru lygilegar, þegar við fáum sendingu frá þeim selst yfirleitt allt upp innan tveggja daga. Mig langar að benda ykkur á að það er hægt að skrá sig á biðlista undir hverri vöru hér á síðunni, þá færðu email um leið og við setjum vöruna í kerfið. Mig langar líka að benda ykkur á að það er hægt að panta í vefverslun og sækja í verslun. Þannig getiði verið viss um að fá það sem ykkur vantar ef þið til dæmis komist ekki strax í búðina til okkar.

Mínar uppáhalds Ordinary vörur eru:
AHA+BHA Peeling solution . Þennan maska nota ég alla sunnudaga til að starta vikunni fersk. Hann jafnar húðlitinn og vinnur á bólum og örum. 
Retinol nota ég annað hvert kvöld til að vinna á örum sem ég hef fengið eftir bólur.
Natural Moisturizing Factors er rakakrem sem ég nota til skiptis á móti ChitoCare Face Cream

Ég gæti gert heila færslu um The Ordinary en til að hafa þetta hnitmiðað þá eru þetta mínar allra uppáhalds vöru frá merkinu. 

Hydro Cool Firming Eye Gels 

Eye Gels
Þetta er í alvöru LIFESAVER! Ég kynntist þessari vöru þegar ég vann sem flugfreyja þar sem þrútin og þreytt augu fylgja jobbinu. Ég verð eiginlega að deila með ykkur þegar ég kom úr næturflugi á föstudagsmorgni um verslunarmannahelgi, lagði mig í 2 tíma og fór svo beint í ferðalag. Í bílnum setti ég á mig augnpúðana og var eins og ný! Kannski ekkert frábærar myndir en hvað um það... 


Ég get samt ekki mælt með því að fara á útihátíð eftir tveggja tíma svefn en ég var allavega ekki með þreytubauga 😅

Roomspray 

Síðast en ekki síst verð ég að minnast á Roomspreyið frá Meraki. Ég elska góðar lyktir og hef ég komist að því að white tea er mín lykt! Hún er mild og ótrúlega góð. Meira að segja ilmvatnið mitt er með white tea. Þetta sprey frá Meraki nota ég heima til að fá þessa dásamlegu lykt inn á heimilið en ég á líka alltaf white tea and ginger kertið frá Meraki. 

Þessi færsla gæti verið svo miklu lengri en ég ætla að láta þetta duga í bili. Takk kærlega fyrir að lesa og eins og alltaf er ykkur velkomið að hafa samband við mig með hugmyndir, komment eða spurningar.

Anna Margrét Thorlacius Karlsdóttir
Email: anna@mai.is
Instagram: annamargretth