Top 5 - Eco By Sonya

Póstað þann af Selma Soffia

 

Eftir mikla bið og erfiða tíma í samfélaginu eru fyrirtæki og framleiðsla um allan heim loksins að komast á ról aftur, þar með talið okkar heittelskuðu EcobySonya vörur. EcobySonya er með okkar fyrstu merkjum í Maí og erum við enn í dag jafnt spenntar fyrir því og þegar við tókum það fyrst inn! Þetta eru ástralskar náttúrulegar, vegan og cruelty-free vörur sem fara einstaklega vel með húðina. Þær voru loksins að lenda hjá okkur aftur og því fannst mér tilvalið að skella í eina færslu um fimm vinsælustu vörurnar

#1 Face Tan Water

Þessa vöru þarf vart að kynna en þetta er klárlega ein sú allra vinsælasta frá Eco línunni. Face tan water segir sig sjálft og er andlitsvatn sem gefur örlítinn lit. Liturinn er frekar mildur og gefur aðallega bara fallegt glow, sem mér persónulega finnst stór plús. Maður verður því alls ekki appelsínugulur né með nein skil við hálsinn. Þessi gljái eða litur er að mínu mati bara plús, þar sem Face tan water inniheldur einstaklega góð efni sem vinna ótrúlega vel á bólum og vandamálahúð. Það inniheldur einnig Hyaluronic sýru og er því mjög góður rakagjafi og getur komið í stað næturkrems þau kvöld sem það er notað.

#2 Cacao Tanning Mousse

 
Þetta er ein besta brúnkufroða sem ég hef prófað! Liturinn er frekar mildur og hentar því vel sem regluleg brúnka bara til að viðhalda heilbrigðum lit á húðinni. Froðan þornar strax, og set ég hana oft á morgnana fyrir vinnu og smitast hún ekkert í föt. Stærsti plúsinn að mínu mati við þessa vöru er að hún inniheldur náttúrulegt kakó og kaffi sem vinnur á appelsínuhúð, hver vill það ekki?

#3 Pink Himalayan Salt Scrub

 

Pink Himalayan Salt Scrub er líkamsskrúbbur til að nota í sturtunni og nota ég hann um 4-5x í viku. Hann skilur húðina eftir silkimjúka og stútfulla af raka þar sem hann inniheldur efni sem næra húðina og endurnýja án þess að vera of grófur. Hann inniheldur einnig náttúrulegt sítrónugras sem er þekkt fyrir sína æðislegu slakandi eiginleika.

#4 Glory Oil

 

Glory olían varð að fylgja þessum lista enda algjört undur í glasi. Hún inniheldur einstaka blöndu af náttúrulegum og græðandi olíum og segja reynslusögurnar allt sem segja þarf. Ég mæli með því að skoða instagram hjá EcobySonya og sjá þar reynslusögur frá kúnnum þar sem olían hefur ,,lagað“ allt frá slitum upp í mjög gróf ör eftir til dæmis slys eða aðgerðir. Hún hefur einnig reynst vel gegn bólum, eða húð sem er með ör eftir bólur. Glory olían hentar vel sem nærandi næturolía í stað næturkrems og gefur húðinni góðan raka, vinnur á öldrun og skilur húðina eftir með fallegan ljóma.

#5 Super Citrus Cleanser

 
Þetta er einn af mínum uppáhalds andlitshreinsum. Hann hreinsar alveg ótrúlega vel ásamt því að vinna vel á vandamálahúð og bólum. Hreinsirinn er gelkenndur og inniheldur aloe vera og sítrónugras sem hvorutveggja hafa róandi eiginleika. Best er að nota hana kvölds og morgna og þrífa af með volgu vatni.

Þetta eru bæði mínar fimm uppáhalds Eco vörur og þær vinsælustu hjá okkur í Maí verslun. Ég held mikið uppá EcobySonya og vil styðja fyrirtæki eins og þeirra sem leggur mikið uppúr náttúrulegum innihaldsefnum og hefur góða stefnu. Fyrirtækið er til fyrirmyndar og er Sonya Driver, eigandinn og stofnandi EcobySonya mikil ofurkona. Ég mæli með að kynna ykkur sögu fyrirtækisins.

Þangað til næst getiði alltaf leitað til mín á selma@mai.is eða á instagram selmasoffia <3