Selmu Staffpicks Mánaðarins - Maí

Póstað þann af Selma Soffia

Liðurinn ,,staffpicks“ mun vera mánaðarleg færsla um uppáhalds vörur okkar stelpnanna í Maí. Það er alveg erfitt að velja aðeins nokkrar uppáhalds vörur en hér eru þær sem mér datt hvað helst í hug þennan mánuðinn.
 
Ég er búin að eiga Glacial flösku í meira en ár núna og alveg hreint elska hana, hún fer ekki úr minni augsjón! Enda gríðarlega mikilvægt að innbyrða nóg af vatni yfir daginn (þá sérstaklega fyrir fallega húð) og mér finnst það hvetja mig extra mikið þegar vatnið helst kalt. Flaskan heldur nefnilega köldu í allt að 24 tíma og heitu í 12 tíma. Skemmir ekki fyrir hversu sætar þær eru!
 
Þetta er búið að vera með mínum ,,must-have“ Maí vörum síðan ég byrjaði að vinna í Maí. Skinboss er íslenskt vörumerki og íslensk framleiðsla sem leggur mikið uppúr hreinum og gæða innihaldsefnum, ásamt því að vera vegan og cruelty-free. Kaffiskrúbburinn er unninn úr kaffi og er það þekkt fyrir að vera einstaklega gott hráefni til að örva húðina og þar af leiðandi vinna á allskyns húðvandamálum eins og appelsínuhúð, slitum og örum. Mér finnst hann líka gefa húðinni aukinn fallegan ljóma. Þegar ég er dugleg að nota skrúbbinn finnst mér ég sjá góðann mun á húðinni minni.
 
Þetta er ein af nokkrum vörum frá The Ordinary sem ég á alltaf til í skincare skápnum. Þetta er endurbætt útgáfa af klassíska Buffet seruminu frá þeim, þessi útgáfa er virkari og vandaðari útgáfa af seruminu. Þetta er einnig dýrasta Ordinary varan og er það vegna þess að eins og sumir vita að þá rukkar Ordinary bara fyrir innihaldið í vörunum og þess vegna eru þær svona ódýrar, þessi vara er dýrust vegna þess að innihaldið í henni er það dýrasta sem notað er í þessum vörum, sem er þá koparpeptíðurnar. Mér finnst þetta serum gera mjög góða hluti fyrir húðina mína. Það eykur kollagen framleiðslu, hægir á öldrun húðarinnar og stuðlar að heilbrigði húðarinnar almennt.
 
 
 
Þetta er næturkrem frá SkynIceland sem er alveg unaðslegt! Það er því miður frekar stutt síðan ég ákvað að prófa það, skil ekki afhverju ég gerði það ekki fyrr þar sem þetta krem er alveg einstaklega gott. Það gefur mjög góðan raka ásamt því að innihalda góð og virk efni sem vinna í að endurnýja húðina yfir nóttina. Ég blanda því mjög oft í Caffeine Solution frá The Ordinary, og bara vá hvað ég er pretty eftir þær nætur.
 
Ég hef alltaf verið algjör púður elskandi og fundið mikla hamingju í því að finna hið fullkomna púður. Þetta púður frá Laura Mercier er einstaklega fallegt og gefur húðinni mjög líflegann og fallegan ljóma, ásamt því að blörra fínar línur og óreglulegheit í andlitinu. Mér finnst þetta alveg fullkomið sem lokaskref í förðun eða bara til að hafa í veskinu og fríska uppá sig yfir daginn.
 
Ég hlakka til að skrifa næstu staffpicks færslu og deila með ykkur fleirum af mínum uppáhalds Maí vörum. Eins og alltaf megiði endilega senda á okkur hugmyndir af færslum <3