Bóluvörur

Póstað þann af Anna Margrét Th. Karlsdóttir

Bólur eru ótrúlega algengt húðvandamál sem margir þurfa að glíma við einhvertíman í lífinu. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir bólumyndun en mig langar að benda ykkur á vörur sem geta hjálpað við að halda bólumyndun í skefjum. Fyrst og fremst mæli ég með að hreinsa húðina kvölds og morgna en Selma fjallaði einmitt um húðrútínur um daginn. Ég mæli alls ekki með því að kreista bólur eða fikta í þeim yfir höfuð, það getur skilið eftir ör. Ég mæli einnig með að vanda valið á snyrti- og förðunarvörum og passa að þær séu "non-comedogen", það þýðir að þær stífla ekki húðina.
 

Salicylic Acid frá The Ordinary 

Salicylic sýra er ótrúlega öflug þegar kemur að því að vinna á bólum. Sýran er þekkt fyrir að minnka bólur á stuttum tíma. Hún kemst djúpt ofan í húðina og hreinsar vel upp úr húðholum, losar stíflur og virkar vel á fílapensla. Varan hefur því miður ekki verið fáanleg hjá The Ordinary í marga mánuði og gáfu þeir okkur þær upplýsingar að þeir væru að endurbæta formúluna. Ég bíð mjög spennt eftir nýrri og endurbættri útgáfu af Salicylic Acid! 


Anti-Blemish Gel frá Skyn Iceland


Við eigum þó aðrar vörur sem innihalda Salicylic sýru eins og hreinsigelið frá Skyn Iceland. Gelið hreinsar vel upp úr húðholum og minnkar roða, bólgu og bakteríur. Gelið er borið á bólusvæðið 1-3 sinnum á dag.   

Blemish Dots frá Skyn Iceland


Þessi vara er náskyld gelinu hér að ofan, mjög svipuð innihaldsefni en í plástraformi. Plástrarnir eru þá settir beint á bóluna. Inniheldur Salycilic sýru rétt eins og gelið.

Niacinamide 10% + Zink 1% frá The OrdinaryÞessi formúla er frábær til að minnka bólumyndun og halda umfram olíumyndun í skefjum. Hún vinnur í raun á mörgu: bólum, opnum húðholum og er ótrúlega góð til að jafna litatón húðarinnar. Frábær vara fyrir þá sem eru til dæmis með rósroða eða ör eftir bólur. Þessa vöru má nota kvölds og morgna á undan kremi. 

100% Organic Rose Hip Seed Oil frá The Ordinary Vert er að minnast á að bólur geta myndast ef húðin er of þurr. Þá vantar húðina olíu og fer á fullt í að framleiða hana sem getur endað með bólum. Rose Hip Seed olían frá The Ordinary hefur reynst mjög vel fyrir bólótta húð. Þetta hljómar kannski skrítið, olía á bólur? Já! Rose Hip Seed olían kemur í veg fyrir að húðin framleiði of mikla fitu sem myndi annars stífla húðina. Olían er 100% lífræn og inniheldur Omega 6, Omega 3 og A vítamín en það er mjög gott við bólum. 

Face Tan Water

Þessi undravara er frábær til að koma í veg fyrir bólur! Face Tan Water er andlitsvatn sem gefur andlitinu ferskt útlit og léttan lit án þess að stífla svitaholur. Vatnið er einnig róandi og græðandi sem er frábært fyrir bólótta húð. 

Retinol
Retinol

Retinol er A vítamín formúla og eins og ég nefndi hér að ofan þá er A vítamín frábært fyrir bólótta húð. Retinol var fyrst ætlað sem lyf gegn bólum en eftir fjölda rannsókna kom í ljós að það er frábært fyrir svo margt annað! Retinol er til dæmis eitt öflugasta efnið til að vinna á örum og fínum línum. Við mælum með að byrja að nota vægari Retinol formúlu og vinna sig svo upp. Ath! Retinol getur verið ertandi fyrir húðina og mælum við ekki með því fyrir mjög viðkvæma húð. Það er þó eðlilegt fyrst þegar maður byrjar að nota Retinol að húðin verði viðkvæm og flagni jafnvel, það lagast svo þegar húðin hefur byggt upp nægilegt þol. 


Ég vil enn og aftur minna á mikilvægi þess að þvo andlitið kvölds og morgna og að prófa ekki of margar nýjar vörur á sama tíma. Best er að byrja á einni nýrri vöru í einu í tvær vikur svo húðin fái hreinlega ekki sjokk. Ég vona að þetta hjálpi einhverjum í baráttunni við bólurnar! 


Ef það eru einhverjar spurningar, pælingar eða óskir um færslur er ykkur velkomið að senda mér póst á anna@mai.is